Lokaumferð fyrstu deildar kvenna fór fram í kvöld með fjórum leikjum.
Hamar/Þór tryggði sig beint upp í Subway deildina með sigri gegn Ármanni í Laugardalshöll, Aþena hafði betur gegn KR í Austurbergi, Tindastóll vann ungmennalið Keflavíkur í Síkinu og í Umhyggjuhöllinni hafði ÍR betur gegn ungmennaliði Stjörnunnar.
Það verða því KR, Tindastóll og Aþena sem fara í úrslitakeppni fyrstu deildarinnar ásamt liðinu úr 9. sæti Subway deildarinnar, Snæfell.
Úrslit kvöldsins
Fyrsta deild kvenna
Stjarnan U 83 – 91 ÍR
Aþena 61 – 57 KR
Tindastóll 81 – 43 Keflavík U
Ármann 72 – 82 Hamar/Þór