Þórsarar máttu þola fjörutíu stiga tap gegn Álftanesi þegar liðin mættust í íþróttahöllinni í kvöld. Leikurinn var tiltölulega jafn framan af en í hálfleik var munurinn á liðunum 14 stig 27:41. Þórsarar byrjuðu seinni hálfleikinn prýðilega en um miðjan leikhlutann var munurinn sjö stig 42:49 en þá settu gestirnir í fluggír og hreinlega stungu af. Þá datt hreinlega botninn úr leik Þórs og ekkert gekk upp hvorki í vörn né sókn og gestirnir nýttu sér það til hins ýtrasta og unnu síðari hálfleikinn með 26 stigum 16:40 og fjörutíu stiga sigur staðreynd 67:107.
Þór Tv spjallaði við Smára Jónsson leikmann Þórs eftir leik í Höllinni á Akureyri.
Viðtal / Palli Jóh