Mikil spenna er um hvaða lið fari beint upp úr fyrstu deild kvenna fyrir lokaumferð deildarinnar sem fram fer komandi þriðjudag 2. apríl. Fyrir lokaumferðina eru Hamar/Þór, Aþena og KR jöfn í 1.-3. sæti með 30 stig. Hamar/Þór leikur gegn Ármanni í lokaumferðinni og á sama tíma mætast Aþena og KR í Austurbergi.
Staðan fyrir lokaleikina
- Vinni Hamar/Þór og Aþena verður Hamar/Þór efst.
- Vinni Hamar/Þór og KR verður KR efst
- Tapi Hamar/Þór verður sigurvegari leiks Aþenu og KR efst.
Það er því ljóst að deildarmeistaratitillinn fer á loft í Austurbergi eða í Laugardalshöll á þriðjudag, en liðin sem enda í 2.-4. sæti deildarinnar fara í umspil um annan farmiða upp með liðinu sem endar í 9. sæti Subway deildarinnar.
Leikir lokaumferðarinnar
Stjarnan U ÍR – kl. 18:00
Aþena KR – kl. 19:00
Tindastóll Keflavík U – kl. 19:00
Ármann Hamar/Þór – kl. 19:00