Þrír leikir úr næstsíðustu umferð Subway deildar karla eru búnir það sem af er degi.
Í Ólafssal í Hafnarfirði hafði Álftanes betur gegn grönnum sínum í Haukum, 91-98. Álftnesingar öruggir inn í úrslitakeppni fyrir lokaumferð deildarinnar á meðan að Haukar eru í 10. sætinu, hvorki í hættu á að falla né í baráttu um sæti í úrslitakeppninni.
Í öðrum leik dagsins hafði Höttur betur gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á Egilsstöðum, 87-82. Höttu tryggir sig í úrslitakeppni í fyrsta skipti með sigrinum á meðan að Stólarnir eru, vegna sigurs Stjörnunnar á Grindavík, fyrir utan úrslitakeppnina fyrir síðustu umferðina.
Í þriðja leik dagsins hafði Stjarnan betur gegn Grindavík í Umhyggjuhöllinni, 91-90 . Með sigrinum færist Stjarnan upp í 8. sæti deildarinnar á meðan að 10 leikja sigurganga Grindavíkur er á enda, en þeir eru eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar.