spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaGóður leikur Jóns ekki nóg gegn Tizona

Góður leikur Jóns ekki nóg gegn Tizona

Jón Axel Guðmundsson og Alicante máttu þola tap fyrir Tizona í Leb Oro deildinni á Spáni, 90-75.

Á tæpum 35 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 23 stigum, 3 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum, en hann var bæði stiga og framlagshæstur í liði Alicante í leiknum.

Leb Oro deildinn er nokkuð jöfn, en við tapið færist Alicante niður í 8. sætið. Þar eru þeir með 17 sigra, aðeins einum sigurleik fyrir neðan 3. sætið og tveimur sigurleikjum fyrir neðan Burgos sem eru í efsta sætinu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -