spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaVinnur KR fyrstu deildina í fyrsta skipti í kvöld?

Vinnur KR fyrstu deildina í fyrsta skipti í kvöld?

Lokaumferð fyrstu deildar karla fer fram í kvöld með sex leikjum.

Þór fær Skallagrím í heimsókn á Akureyri, Hrunamenn heimsækja ÍR í Skógarselið, Selfoss og ÍA eigast við á Akranesi, Ármann fær KR í heimsókn í Laugardalshöllina, Sindri heimsækir Snæfell í Stykkishólm og í Dalhúsum eigast við Fjölnir og Þróttur.

Eftir tæplega 70 ára veru í efstu deild féll KR í fyrsta skipti á síðasta tímabili og geta þeir því með sigri í kvöld tryggt sér fyrstu deildar titilinn í fyrsta skipti takist þeim að leggja Ármann í Laugardalshöllinni. Fari svo að þeir tapi getur ÍR komist uppfyrir þá og stolið titlinum með sigri gegn Hrunamönnum í Breiðholtinu. Ármenningar hafa einnig að miklu að keppa í þessum leik gegn KR, en takist þeim að sigra geta þeir mögulega tryggt sig inn í úrslitakeppni fyrstu deildarinnar.

Tölfræði leikja

Staðan í deildinni

Leikir dagsins

Fyrsta deild karla

Þór Akureyri Skallagrímur – kl. 19:15

ÍR Hrunamenn – kl. 19:15

ÍA Selfoss – kl. 19:15

Ármann KR – kl. 19:15

Snæfell Sindri – kl. 19:15

Fjölnir Þróttur – kl. 19:15

Fréttir
- Auglýsing -