Stjarnan varð VÍS bikarmeistari í 9. flokki stúlkna í dag eftir sigur gegn Fjölni í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 53-46.
Besti leikmaður úrslitaleiksins var leikmaður Stjörnunnar Berglind Hlynsdóttir, en á tæpum 36 mínútum spiluðum skilaði hún 14 stigum, 7 fráköstum, 3 stoðsendingum og 4 stolnum boltum. Þá fiskaði hún 8 villur á andstæðinginn í leiknum.
Karfan spjallaði við Berglindi eftir að hún lyfti titlinum í Laugardalshöllinni.