spot_img
HomeBikarkeppniBikarúrslitaleikir númer 35 og 36 hjá Keflavík síðan 1987

Bikarúrslitaleikir númer 35 og 36 hjá Keflavík síðan 1987

Bikarúrslitaleikir karla og kvenna eru á dagskrá í Laugardalshöllinni í dag. Í fyrri leik dagsins mætir Keflavík liði Tindastóls kl. 16:00 í úrslitaleik karla áður en Keflavík og Þór Akureyri eigast við kl. 19:00 í úrslitaleik kvenna.

Nokkuð merkilegt er að Keflavík sé með bæði lið sín í úrslitum bikarkeppninnar, en síðast gerðist það árið 2019 að félag var með bæði lið karla og kvenna í úrslitum. Þá var það Stjarnan sem tapaði bikarúrslitaleik kvenna gegn Val áður en karlalið félagsins lagði Njarðvík í úrslitaleik.

Bikarúrslitaleikir Keflavíkur verða númer 35 og 36 hjá félaginu síðan kvennalið þeirra fór fyrst í úrslit árið 1987. Oftast hefur kvennalið þeirra komist í úrslitin, eða í 24 skipti og hefur liðið hampað titlinum í 15 af þeim skiptum. Karlalið þeirra hefur í 10 skipti farið í úrslit og hefur unnið 6 titla.

Mótherjar Keflavíkur í dag hafa öllu minni reynslu af bikarúrslitaleikjum. Þó hafa bæði lið unnið titilinn. Kvennalið Þórs Akureyri fór í einn úrslitaleik árið 1975, þar sem þær unnu titilinn með sigur gegn KR. Þá hefur karlalið Tindastóls í tvígang komist í úrslit, 2018 unnu þeir titilinn í úrslitaleik gegn KR og 2012 töpuðu þeir titlinum eftir leik gegn Keflavík.

Flestir bikarúrslitaleikir karla 1970-2023:
21 KR (12 sigrar – 9 töp)
17 Njarðvík (9-8)
10 Keflavík (6-4)
9 Grindavík (5-4)
8 ÍR (2-6)
8 Stjarnan (6-2)
8 Valur (4-4)
4 Haukar (3-1)
4 Snæfell (2-2)
3 Ármann (2-1)
3 ÍS (1-2)
2 Tindastóll (1-1)
2 Þór Þ. (0-2)
2 Hamar (0-2)
2 Fjölnir (0-2)
1 Fram (1-0)
1 ÍA (0-1)
1 KFÍ (0-1)

Flestir bikarúrslitaleikir kvenna 1975-2023:
24 leikir Keflavík (15 sigrar – 9 töp)
19 KR (10-9)
14 ÍS (7-7)
12 Haukar (9-3)
 7  ÍR (1-6)
 6  Grindavík (2-4)
 5  Njarðvík (1-4)
 3  Snæfell (1-2)
 2  Valur (1-1)
 2  Skallagrímur (1-1)
 1  Breiðablik (0-1)
 1  Þór Akureyri (1-0)
 1  Fjölnir (0-1)
 1  Stjarnan (0-1)

Hérna má lesa meira um bikarsöguna 1970 til 2023

Mynd / KKÍ – Bikarmeistarar Keflavíkur 1994

Fréttir
- Auglýsing -