Njarðvíkingurinn Elías Bjarki Pálsson mun halda vestur um haf að tímabili loknum í Subway deild karla og ganga til liðs við Augusta í bandaríska háskólaboltanum. Augusta er í NCAA II deildinni og leikur þar á landsvísu í Bandaríkjunum í PBC riðlinum eða Peach Belt Conference.
Elías Bjarki hefur átt góða innkomu í lið Njarðvíkur á tímabilinu, en ásamt því að hafa leikið fyrir meistaraflokk uppeldisfélagsins var hann einnig á mála hjá liði Hamars á síðasta tímabili í fyrstu deildinni. Þá hefur hann einnig leikið fyrir öll yngri landslið Íslands á síðustu árum.