spot_img
HomeBikarkeppniHaukum dæmdur 20-0 sigur á Tindastóli í VÍS bikarkeppninni

Haukum dæmdur 20-0 sigur á Tindastóli í VÍS bikarkeppninni

Niðurstaða er komin í mál Hauka og Tindastóls er varðaði 32 liða úrslita viðureign liðanna í VÍS bikarkeppninni, en þar tefldi Tindastóll um stundasakir fram of mörgum erlendum leikmönnum. Samkvæmt dómþingi aga- og úrskurðarnefndar KKÍ munu Haukar fara áfram í keppninni þrátt fyrir að hafa upphaflega tapað leiknum og er Tindastóli gert að greiða 250 þúsund króna sekt fyrir athæfið.

Í næstu umferð keppninnar munu Haukar mæta Njarðvík í Ljónagryfjunni.

Hér fyrir neðan má lesa fréttatilkynningu sambandsins, sem og er hlekkur í úrskurðinn.

Kærumál 1/2022-2023

Með vísan til 2. mgr. gr. 8.5 í reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót skal kærandi, körfuknattleiksdeild Hauka, dæmdur sigur 0-20 í leik Tindastóls og Hauka sem fram fór á Sauðárkrók þann 17. október 2022.

Með vísan í 3. mgr. gr. 8.5 í reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót skal kærði, körfuknattleiksdeild Tindastóls, greiða sekt að fjárhæð kr. 250.000.

Úrskurð má lesa í heild sinni hér

Fréttir
- Auglýsing -