spot_img
HomeFréttirÞessir 12 leikmenn munu mæta Úkraínu kl. 14:00 - Tvær breytingar á...

Þessir 12 leikmenn munu mæta Úkraínu kl. 14:00 – Tvær breytingar á liðinu

Ísland mætir Úkraínu kl. 14:00 á mánudag í seinni leik nóvemberglugga undankeppni HM 2023. Fyrir leikinn eru Ísland og Georgía jöfn að stigum í 3.-4. sæti riðilsins þegar þrír leikir eru eftir, en aðeins þrjú efstu komast á lokamótið.

Hérna er meira um mótið

Landsliðsþjálfari og aðstoðarþjálfarar hans hafa valið 12 manna liðið sitt fyrir leikinn í dag.

Tvær breytingar eru gerðar á hópnum úr fyrri leiknum á föstudaginn gegn Georgíu heima. Haukur Helgi Briem Pálsson, Njarðvík, er meiddur og ætlar Hörður Axel Vilhjálmsson frá Keflavík að vera í búning í dag og Ragnar Ágúst Nathanaelsson frá Hamri kemur inn fyrir Þorvald Orra Árnason frá KR sem lék fyrri leikinn gegn Georgíu einnig á föstudaginn var.

Íslenski landsliðsæfingahópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum í dag: (landsleikir í sviga)

Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (62)
Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (3)
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (95)
Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu (22)
Kári Jónsson · Valur (29)
Kristófer Acox · Valur (49)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (51)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (56)
Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (25)
Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (6)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (55)
Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (77)

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -