Það var boðið upp á nokkuð harðan leik í Dalhúsum í kvöld er Selfyssingar mættu til leiks við Fjölni.
Fjölnismenn vildu ólmir komast á sigurbraut á ný eftir hafa tapað tveimur síðustu leikjum sínum.
Það voru heimamenn sem byrjuðu aðeins betur og leiddu fyrsta leikhlutan en munurinn var aldrei teljandi. Selfyssingar með fínan leik og ætluðu sannarlega að selja sig dýrt.
Annar leikhlutinn var líka jafn á flestum tölum en um miðbikið áttu þó gestirnir gott áhlaup og náðu 6 stiga forsytu. Fjölnir var þó áfram sterkara liðið og voru þeir fljótir að jafna og komust 5 stigum yfir til að leiða í hálfleik 47-42.
Sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Heimamenn öruggari í sínum leik og jókst forsyta þeirra jafnt og þétt og áttu Selfyssingar fá svör.
Staðan var 78-64 er flautað var til loka þriðja leikhlutans.
Fjörði leikhluti var fjörugur og jafn en Fjölnir ný náði að halda lengst af 10-12 stiga forystu sinni út leikinn og enduðu síðan í 16 stiga sigri.
Lokatölur leiksins voru 95-79