spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaFramlengir við Tindastól

Framlengir við Tindastól

Tindastóll hefur samið við Emese Vida um að leika áfram með kvennaliði Tindastóls á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna.

Í 22 leikjum með Stólunum á síðustu leiktíð skilaði hún 16 stigum, 16 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Helgi Freyr þjálfari liðsins segist mjög ánægður með komu Emese „Hún er reynslumikil og með mikil gæði sem leikmaður. Það er mikill kostur að hún þekkir deildina og er hluti af þeim kjarna sem heldur áfram frá því í fyrra.“

Fréttir
- Auglýsing -