spot_img
HomeFréttirÍsland mætir Georgíu kl. 19:30 - Kristófer: Þurfum að fá eitthvað frá...

Ísland mætir Georgíu kl. 19:30 – Kristófer: Þurfum að fá eitthvað frá öllum

Ísland tekur á móti Georgíu í kvöld kl. 19:30 í Laugardalshöll í fyrri leik annars glugga seinni hluta undankeppni heimsmeistaramótsins 2023. Leikurinn er ansi mikilvægur fyrir liðið, en með sigri færi það langleiðina með að tryggja sig á lokamót HM á næsta ári. Aðdáendur íslenska liðsins þurfa ekki að örvænta þó uppselt sé í Laugardalshöllina í kvöld þar sem leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.

Seinni leikur gluggans fer fram ytra mánudaginn 14. nóvember gegn Úkraínu og verður hann leikinn í Riga í Lettlandi og hefst hann kl. 14:00 að íslenskum tíma (16:00 í Lettlandi) og verður í beinni útsendingu á RÚV2. 

Hérna er 16 leikmanna hópur Íslands

Hérna er heimasíða mótsins

Karfan kom við á æfingu hjá liðinu í gær og spjallaði við Kristófer Acox um leikina tvo, möguleika Íslands á að komast á lokamótið og hvort hann væri klár í að setja tvö víti niður í lok leiks líkt og hann gerði í spennutryllinum gegn Úkraínu í síðasta glugga keppninnar.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -