spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÍslenska úrvalið náði í fjóra sigra í Litháen

Íslenska úrvalið náði í fjóra sigra í Litháen

Íslenskt úrvalslið leikmanna 16 ára og yngri (2008) hafnaði í öðru sæti um helgina í Evrópukeppni félagsliða í Vilníus í Litháen, en í heild unnu þeir fjóra leiki og töpuðu aðeins einum.

Í leikjum helgarinnar lögðu þeir Kekava frá Lettlandi, landslið Georgíu, landslið Úkraínu og Fryshuset frá Svíþjóð, en fyrir toppliði deildarinnar DSN frá Lettlandi töpuðu þeir með 6 stigum, 50-56.

Verðmætasti leikmaður liðsins á móti helgarinnar var Patrik Joe Birmingham, en hann skilaði 12 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Hérna er hægt að sjá tölfræði leikja

Liðsmyndin: Efri röð: Þjálfarinn Leifur Jakob Kári Leifsson Stjarnan, Tómas Dagsson KR, Patrik Joe Birmingham Bjarðvík, Viktor Máni Ólafsson Stjarnan, Hannes Gunnlaugsson ÍR, Surla Böðvarsson Snæfell Neðri röð: Dagur Snorri Þórsson Stjarnan, Lárus Grétar Ólafsson KR, Jón Kári Smith Stjarnan, Pétur Harðarson Stjarnan og Jón Árni Gylfason Skallagrímur.

Fréttir
- Auglýsing -