Íslenska landsliðið mun mæta Tyrklandi í Istanbúl kl. 13:00 í dag í undankeppni EuroBasket 2025. Leikurinn er annar tveggja í þessum fyrsta glugga keppninnar, en næst leikur Ísland svo heima og heiman gegn Ítalíu í nóvember á þessu ári.
Karfan spjallaði við Kristinn Pálsson leikmann Íslands fyrir leik dagsins. Uppselt er á leik dagsins, en búið er að selja yfir 15 þúsund miða í Sinam Erdem höllina. Segir Kristinn þá búast við stemningu og miklum látum, en að það séu skemmtilegustu leikirnir til þess að spila.