spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 202512 leikmanna lið Íslands - Mæta Tyrklandi kl. 13:00

12 leikmanna lið Íslands – Mæta Tyrklandi kl. 13:00

Ísland mætir Tyrklandi kl. 13:00 í dag í Sinan Erdem höllinni í Istanbúl í öðrum leik sínum í undankeppni EuroBasket 2025. Fyrir leik dagsins hefur Ísland unnið einn leik, gegn Ungverjalandi síðasta fimmtudag, á meðan að Tyrkland tapaði sínum leik fyrir Ítalíu í Pesaro.

Hérna er heimasíða mótsins

Hérna eru fréttir frá mótinu

Ljóst var hvaða 12 leikmenn myndu spila leikinn við brottför liðsins frá Keflavík á föstudagsmorgun. Í stað Sigurðar Péturssonar og Kristófers Acox í hóp Íslands koma Hjálmar Stefánsson og Tómas Valur Þrastarson, en Tómas Valur mun leika sinn fyrsta leik fyrir A landsliðið í dag.

Leikur dagsins er kl. 13:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Lið Íslands gegn Tyrklandi

Elvar Már Friðriksson · PAOK, Grikklandi · 69


Hilmar Smári Henningsson · Eisbären Bremerhaven, Þýskalandi · 15


Hjálmar Stefánsson · Valur · 21


Jón Axel Guðmundsson · CB Lucentum Alicante · 31


Kristinn Pálsson · Valur · 32


Martin Hermannsson · Alba Berlin, Þýskaland · 74


Orri Gunnarsson · OCS Swans Gmunden, Austurríki · 6


Styrmir Snær Þrastarson · Belfius Mons-Hainaut, Belgíu · 15


Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn · Nýliði


Tryggvi Snær Hlinason · Bilbao Basket, Spánn · 64


Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Tindastóll · 28


Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan · 86

Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Pavel Ermolinskij.

Fréttir
- Auglýsing -