Íslenska landsliðið mun mæta Tyrklandi í Istanbúl kl. 13:00 á morgun sunnudag 25. febrúar í undankeppni EuroBasket 2025. Leikurinn er annar tveggja í þessum fyrsta glugga keppninnar, en næst leikur Ísland svo heima og heiman gegn Ítalíu í nóvember á þessu ári.
Karfan spjallaði við Jón Axel Guðmundsson leikmann Íslands um ferðalagið og undirbúning liðsins fyrir leik morgundagsins. Segir hann stóra sigra liðsins í síðustu undankeppni gefa liðinu sjálfstraust inn í leikinn gegn Tyrklandi og að Ísland sé ekki bara mætt til að taka þátt.