Íslenska landsliðið mun mæta Tyrklandi í Istanbúl kl. 13:00 á morgun sunnudag 25. febrúar í undankeppni EuroBasket 2025. Leikurinn er annar tveggja í þessum fyrsta glugga keppninnar, en næst leikur Ísland svo heima og heiman gegn Ítalíu í nóvember á þessu ári.
Karfan spjallaði við Ægir Þór Steinarsson fyrirliða Íslands í Istanbúl í dag. Sagði hann ferðlag liðsins til Tyrklands hafa verið langt og strangt, en það væri ekki ólíkt því sem liðið væri vant að gera. Enn frekar sagði hann hugarfarið skipta miklu máli í leik morgundagsins og að liðið hafi áður sýnt að það geti unnið sterka mótherja á útivelli.