spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSanngjarn sigur Hrunamanna á Skaganum

Sanngjarn sigur Hrunamanna á Skaganum

ÍA tók á móti Hrunamönnum í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og hittu vel fyrir utan þriggjastiga línuna. Staðan 18 – 2 fyrir Hrunamenn eftir fimm mínútna leik. Skagamenn náðu aðeins að ranka við sér minnka muninn fyrir lok fyrsta leikhluta ( 21 – 29 ). Meira jafnræði var í öðrum leikhluta en Hrunamenn svöruð ávallt áhlaupum Skagamanna. Ahmed James Gilbert lokaði fyrri hálfleiknum með flautukörfu langt utan af velli.

Seinnihálfleikurinn var af svipuðum toga þar sem Hrunamenn héldu þægilegu forskoti og svöruðu áhlaupum Skagamanna jafnharðan. Liðsheild gestanna var sterk og flestir leikmenn að skila góðu framlagi á meðan margir af lykilmönnum ÍA áttu dapran dag. Hrunamenn lönduðu að lokum sanngjörnum sigri 104 – 83. Skagamenn sáu í raun aldrei til sólar, vörnin var slök og sóknarleikurinn hægur.

ÍA: And­ers Gabriel P. Ader­steg 21/9 frá­köst, Lucien Chri­stof­is 18/6 frá­köst/6 stoðsend­ing­ar, Þórður Freyr Jóns­son 16, Jalen Dupree 15/10 frá­köst, Tóm­as A. Bjarts­son 6, Jóel Duranona 5, Davíð Al­. Magnús­son 2.

Hruna­menn: Ahmad J. Gil­bert 23/11 frá­köst/7 stoðsend­ing­ar, Samu­el A. Burt 23/4 frá­köst, Eyþór Orri Árna­son 14/6 stoðsend­ing­ar, Hring­ur Karls­son 13, Yngvi F. Óskars­son 12/4 frá­köst, Friðrik H. Vign­is­son 10, Óðinn Freyr Árna­son 7/5 frá­köst, Hauk­ur Hreins­son 2.

Næst heimsækja Skagamenn Álftanes á meðan Hrunamenn fá Sindra í heimsókn

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Jón Þór

Fréttir
- Auglýsing -