spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Hérna er hægt að kjósa Elvar Már - Hvaða land á stærstu...

Hérna er hægt að kjósa Elvar Már – Hvaða land á stærstu stjörnu undankeppninnar?

Ísland hefur leik í undankeppni EuroBasket 2025 komandi fimmtudag 22. febrúar. Í riðil með Íslandi eru ásamt Ungverjalandi, lið Ítalíu og Tyrklands, en seinni leikur þessa fyrsta glugga keppninnar er gegn Tyrklandi í Istanbúl á sunnudag 25. febrúar.

Á heimasíðu keppninnar hefur FIBA tilnefnt einn leikmann sem stjörnu mótsins í hverju liði og geta lesendur kosið á milli þeirra. Sá sem FIBA tilnefnir í liði Íslands er leikmaður PAOK í Grikklandi, Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson, en hann var nú um áramót kosinn körfuknattleiksmaður Íslands 2023 ekki síst vegna góðrar frammistöðu fyrir íslenska landsliðið í undankeppni HM.

Hérna er hægt að kjósa Elvar Már

Fréttir
- Auglýsing -