spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÞórssigur gegn KR í æsispennandi leik

Þórssigur gegn KR í æsispennandi leik

Þegar Þór og KR mættust í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld gerðu flestir ráð fyrir því að þetta yrði jafn og skemmtilegur leikur. Og segja má með sanni að lokasekúndur leiksins hafi verið hreint út sagt rafmagnaðar.

Leikurinn fór rólega af stað og fyrstu fyrr en eftir rúmlega tveggja mínútna leik og þau stig komu frá Þór 2:0. Þórsarar komust í 6:0 áður en gestirnir komust á blað. Leikhlutinn var jafn það sem eftir lifði og þegar tvær sekúndur voru eftir af leikhlutanum leiddi Þór með tveim stigum 17:16 en gestirnir lokuðu fjórðungnum með þriggja stiga flautukörfu og var það að verki fyrirliði þeirra Perla Jóhannsdóttir 17:19.

Annar leikhlutinn var jafn og spennandi en þegar skammt var eftir að fyrri hálfleik höfðu gestirnir fjögra stiga forskot 26:30. Þegar ein mínúta var eftir af fyrri hálfleik og staðan 28:30 setti Karen Lind niður þrist og kom Þór yfir 31:30. Á síðustu andartökum fyrri hálfleiks skoraði Hulda Ósk stig af vítalínunni og staðan í hálfleik 31:31.

Í fyrri hálfleiknum komu alls átta leikmenn Þórs við sögu og allar komust þær á blað.Stigahæst var Heiða Hlín með 7 stig, Maddie og Marín Lind 5.

Hjá KR var Violet stigahæst með 14 stig og Perla Jóhannsdóttir 8.

Þórsstúlkur komu hálf ráðvilltar inn í síðari hálfleikinn og það nýttu gestirnir sér til hins ítrasta. Violet Morrow opnaði leikinn með þriggja stiga körfu. Gestirnir leiddu allan þriðja leikhlutann og náðu mest ellefu stiga forskoti 39:50, stemningin var þeirra megin. Hittni Þórs var afleit meðan leikmenn KR léku vel og hittni í lagi og virtist sem gestirnir ætluðu að taka leikinn í sínar hendur. KR vann leikhlutann 11:20 og staðan fyrir lokasprettinn 42:51.

KR hafði framan af leikhlutanum ágæt tök á leiknum og voru komin með ellefu stiga forskot á ný 50:61 þegar sex mínútur lifðu leiks. Þarna sögðu Þórsarar hingað og ekki lengra. Leikmenn Þórs settu allt í leikinn og börðust eins og ljón út um allan völl og hægt og bítandi saxaði Þór á forskotið og þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan jöfn 61:61 og æsispennandi lokamínútur fóru í hönd.

KR komst aftur yfir og leiddi 65:69 þegar innan við mínúta var eftir af leiknum. Þór komst yfir í stöðunni 67:69 þegar Marín Lind setti niður þrist 70:69. Gestirnir reyndu allt hvað þeir gátu til að komast yfir á ný en á lokaandartökum leiksins skoraði Maddie stig af vítalínunni og tryggði Þór tveggja stiga sigur 71:69.

Gríðarleg barátta og mögnuð liðsheild Þórs var lykillinn að þessum sigri þar sem allir leikmenn liðsins skiluðu góðu dagsverki og launin, tvö stig.

Í liði Þórs var fyrirliðinn, Heiða Hlín stigahæst með 23 sig en næst kom Maddie með 17 stig. Hjá KR var Violet Morrow allt í öllu og skoraði hún 28 stig og tók 12 fráköst. Næst kom Perla Jóhannsdóttir með 10 stig.

Framlag leikmanna Þórs: Heiða Hlín 23/3/1, Maddie 28/12/6, Marín Lind 12/1/1, Eva Wium 7/3/4, Karen Lind 6/1/1, Rut Herner 2/9/1, Hrefna 2/2/1. Emma Karólína 2/1/0.

Framlag leikmanna KR: Violet 28/16/1, Perla 10/1/6, Lea 9/5/1, Hulda Ósk 9/3/1, Sara Emily 6/3/1, Fjóla Gerður 5/4/0, Anna Margrét 2/2/2.

Nánari tölfræði

Leikur eftir leikhlutum: 17:19 / 14:12 (31:31) 11:20 / 29:18 = 71:69

Með sigrinum jafnaði Þór lið KR að stigum og situr nú í þriðja sætinu með 10 stig en KR er í fjórða sætinu.

Staðan í deildinni 

Myndir: Palli Jóh

Fréttir
- Auglýsing -