Fjölniskonur tóku á móti Grindavík í Subwaydeild kvenna í Dalhúsum í kvöld. Fyrir leik voru bæði lið með 2 sigra og 5 töp eftir að hafa leikið við öll lið deildarinnar.
Gestirnir byrjuðu mun betur í leik kvöldsins og höfðu níu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 12-21. Það forskot hélst út fyrri hálfleik, og höfðu Grindvíkingar tíu stiga forskot í hálfleik, 27-37.
Heimakonur bitu í skjaldarrendur í þriðja leikhluta og minnkuðu muninn í fjögur stig fyrir lokafjórðunginn, 59-63, en komust ekki lengra. Þessi fjögurra stiga munur hélst út leikinn og höfðu gestirnir úr Grindavík sigur, 80-84.
Hjá Fjölni var Dagný Lísa Davíðsdóttir stigahæst með 23 stig, en hjá gestunum var Danielle Rodriguez með 27 stig.
Næsti leikur Fjölnis er á heimavelli gegn nýliðum ÍR 9. nóvember næstkomandi. Sama kvöld taka Grindvíkingar á móti Njarðvík.
Myndasafn (Ingibergur Þór)