spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHaukar engin fyrirstaða fyrir Valsmenn

Haukar engin fyrirstaða fyrir Valsmenn

17. umferð Subway deildar karla hófst í kvöld, með þremur leikjum. Þar á meðal var leikur Valsmanna og Hauka. Lið á sitthvorum stað í deildinni, Valur á toppnum og Haukar í 10. sæti. Sama hvernig þessi leikur fer þá verða lið á sama stað í deildinni. En leikurinn langt frá því að vera blússandi skemmtun. Valur eiginlega kláraði leikinn í fyrsta leikhluta og vann leikinn 82-72

Valsmenn, sem voru án nýja leikmannsins Justas Tamulis, byrjuðu leikin mun betur, á meðan Haukar áttu í erfiðleikum með að hitta ofaní körfuna. Valsmenn héldu áfram að mjattla niður körfunum og komust í 11 stiga mun þegar Maté var nóg boðið og tók leikhlé, enda sóknarleikur liðsins ekki burðugur sem stendur. Það dugði samt skammt, því Valur hélt Haukum í 10 stig í fyrsta leikhluta og leiddi 24-10.

Það var síðan gleðiefni að sjá gleðigjafann Frank Booker hefja annan leikhluta, eftir að hafa verið frá í nokkra leiki vegna heilahristings. En Valsmenn voru hálf værukærir í upphafi leikhlutans og Haukar náðu að nýta sér það tímabundið. Jefferson lenti í samstuði og var borinn af velli, vonandi verður þetta ekki alvarlegt fyrir þennan magnaða leikmann.  Valsmenn náðu aftur vopnum sínum og leiddu í hálfleik 41-27.

Seinni hálfleikur hófst og bæði lið komu vel gíruð inn, mikið tempó og ákefð. Haukar komu aðeins ákveðnari til leiks og tókst að koma forskoti Vals niður í 8 stig áður en leikhlutinn var hálfnaður. Þá settu Valsmenn í gír og komu þessu upp í 13 stig á augabragði. Haukar unnu þó leikhlutann en Valur leiddi fyrir síðsta fjórðun, 60-50.

Það var ljóst að Valsmenn ætluðu ekkert að hleypa þessum leik í einhvern spennuleik og byrjuðu þennan leikhluta mun betur, Haukar skoruðu sín fyrstu stig þegar rúmar 3 mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Heppilegt fyrir þá að Valsmenn voru ekkert skora rosa mikið á meðan. Valsmenn héldu dampi alveg þangað til að voru minna en 2 mínútur eftir þá náðu Haukar að koma þessu niður í 6 stig.  En lengra komust þeir ekki og Valsmenn unnu sanngjarnan sigur 82-72.

Stighæstir í liði Vals voru Kristinn með 19 stig, Badmus með 18 stig og 10 fráköst, Acox með 17 stig og 9 fráköst. Hjálmar sýndi síðan oft fína varnarvinnu. Hjá Haukum var fátt um fína drætti, Okeke þeirra stighæstur með 18 stig, Heinonen var frískur og með 15 stig.

Bestu maður hússins var samt DJ hússins.

Í 18. umferð fara Valsmenn austur eftir viku og heimsækja Hött á meðan Haukar taka á móti Stjörnunni degi fyrr.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -