spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKeflvíkingar sterkari á lokasprettinum í Ólafssal

Keflvíkingar sterkari á lokasprettinum í Ólafssal

Keflvíkingar lögðu Hauka í Ólafssal í kvöld í 16. umferð Subway deildar karla, 93-104. Eftir leikinn er Keflavík í 2.-4. sæti deildarinnar með 22 stig á meðan að Haukar eru í 10. sætinu með 8 stig.

Leikur kvöldsins var nokkuð kaflaskiptur. Þar sem heimamenn í Haukum höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik, en í þeim seinni náðu gestirnir úr Keflavík að vera skrefinu á undan. Undir lokin ná Haukar að hanga í þeim, en gera í raun aldrei neina sérstaka atlögu að því að stela sigrinum. Niðurstaðan að lokum 11 stiga sigur Keflavíkur, 93-104.

Fyrir heimamenn í Haukum var David Okeke atkvæðamestur með 17 stig og 13 fráköst á meðan að Remy Martin dró vagninn fyrir Keflavík með 26 stigum, 5 stoðsendingum og 4 stolnum boltum.

Næst leika liðin komandi fimmtudag 8. febrúar, en þá tekur Keflavík á móti Hetti og Haukar heimsækja Val.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -