spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSanngjarn sigur Valsmanna á Tindastól

Sanngjarn sigur Valsmanna á Tindastól

Það má segja að 15. umferð Subway deildarinn hafi boðið uppá sannkallaðan stórleik. Liðin sem hafa bitist um Íslandsmeistaratitillinn síðustu tvö ár að mætast þegar Valur tekur á móti Tindastól. Þótt liðin hafi átt mismunandi gott mót hingað til, Valsmenn á toppnum en Tindastóll í áttunda sæti, þá mátti alveg búast við því að um hörkuleik. Það var fór svo að þetta var hörkuleikur þótt að Valsmenn hafi haft undirtökin og unnið að lokum sanngjarnan sigur, 90-79

Fínasta mæting eins og við mátti búast þegar Tindastóll er annars vegar. Hjá Valsmönnum er einn fyrrverandi Tindastólsmaður, Badmus, hjá Tindastól eru tveir fyrrum Valsmenn, Callum og Calloway og svo auðvitað foringinn sjálfur, Pawel.

Tindastóll byrjaði mun betur og skoruðu 6 fyrstu stigin, áður en Valsmenn náðu að svara. Valsmenn virtust eitthvað þurfa að laga miðið sitt, því skotnýting þeirra var afleidd, þá sérstaklega hjá Badmus. En hann náði nú að laga það áður en leikhlutinn kláraðist. Setti meðal annars tvær þriggja stiga körfur með skömmu millibili. Valur gekk á lagið og komst yfir þegar tæpar 2 mínútur voru eftir í fyrsta skipti í leiknum. Ljóst að Valur með sína geysisterku vörn nær alltaf stoppum og þegar skotin rata ofan í þá er ekki von á góðu fyrir andstæðingana. Valur leiddi eftir fyrsta leikhluta 25-18.

Annar leikhluti byrjaði á baráttu, barátta sem Tindastóll hafði betur og þeir söxuðu á forskotið. En Valsmenn sýndu af hverju þeir eru toppliðið í dag, og juku forystuna aftur. Hjálmar átti eitt rosalegasta blokk sem undirritaður hefur séð, gjörsamlega át Drungilas. Leikurinn var í járnum, Valsmenn héldu muninum og höfðu ágætis tök á leiknum. Munurinn var samt aldrei mikill og því hörkuleikur sem boðið var upp á í fyrri hálfleik. Valsmenn náðu þó aðeins að slíta sig frá Stólunum eftir að Pétur braut klaufalega á Kristni og Pawel fékk tæknivillu í kjölfarið, fjögur auðveld stig til Valsmanna sem leiddu í hálfleik 50-38.

Tindastóll byrjaði með látum seinni hálfleikinn. Röðuðu niður þriggja stiga körfunum og voru á augabragði búnir að minnka muninn í 3 stig. Þá tók Finnur leikhlé og Valsmenn skoruðu næstu sjö stig. Liðin skiptust á að skora, en góð innkoma Montiero í vörn og sókn skilaði Valsmönnum 14 stiga fjórtán stiga forskoti fyrir síðasta leikhlutann, 77-63.

Enn byrja Tindastólsmenn leikhlutann betur og enn og aftur minnkuðu þeir forystu Vals. Náðu samt aldrei að jafna þá, en munurinn aðeins 7 stig þegar rúmar þrjár mínútur til leiksloka. Stólarnir leggja mikið upp úr því að passa Jefferson og það virðist fara í taugarnar á honum, enda oft skorað mun meira. En Valsmenn sýndu styrk sinn með oft á tíðum frábærum varnarleik sigldu þessu örugglega heim í hús. Sanngjarn sigur Valsmanna

Stighæstiri hjá Val voru Badmus með 24 stig 8 fráköst, Acox átti skínandi leik og var með 14 stig og 10 fráköst. Þá er vert að geta góðs leiks frá Montiero og svo var Kristinn Páls og Ástþór ljómandi góðir. Hjá Stólunum var Lawson stighæstur með 21 stig  og Drungilas með 16 stig. Ragnar Ágústsson var með 7 fráköst.

16. umferð hefst svo á fimmtudaginn 1. febrúar þegar Valsmenn heimsækja Stjörnuna og Tindastólsmenn taka á móti Breiðablik.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Jón Aðalsteinn)

Fréttir
- Auglýsing -