Tindastóll vann þægilegan sigur á ÍR í 1. deild kvenna í körfuknattleik í kvöld.
Heimastúlkur komust í 13-0 á upphafsmínútunum og leikurinn náðu í raun aldrei að verða spennandi. Tindastóll bætti í forystuna og leiddu 38-18 í hálfleik.
Sama þróun var á leiknum í seinni hálfleik, Stólar byrjuðu á 10-0 kafla og augljóst í hvað stefndi. Helgi Freyr náði að rúlla sínu liði ágætlega og keyra í gegn kerfi og sigurinn var aldrei í hættu.
Lokatölur 90-31 fyrir Stóla og allir leikmenn fengu mínútur á parketinu. Atkvæðamest var Eva Rún með 18 stig og 6 stoðsendingar.
Myndasafn (Sigurður Pálsson)
Umfjöllun, viðtal / Hjalti Árna