Aukasendingin: Þetta eru leikmennirnir sem hafa hækkað virði sitt mest það sem af er tímabili - Karfan
spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaAukasendingin: Þetta eru leikmennirnir sem hafa hækkað virði sitt mest það sem...

Aukasendingin: Þetta eru leikmennirnir sem hafa hækkað virði sitt mest það sem af er tímabili

Aukasendingin kom saman í gær til þess að ræða fréttir vikunnar, síðustu umferð í Subway deild karla, stöðu liðanna og spá í spilin um hvernig framhaldið á tímabilinu verði.

Undir lokm þáttarins velur Aukasendingin þá fimm leikmenn sem hækkað hafa virði sitt mest á þessu tímabili í Subway deild karla. Efstur á blaði í liðinu er leikmaður Ægir Þór Steinarsson. Að sjálfsögðu var búist við miklu af Ægi Þór er hann kom aftur inn í deildina frá Spáni nú í haust, en hann er þó talinn hafa farið fram úr björtustu vonum það sem af er tímabili þar sem hann er að skila 20 stigum, 7 fráköstum, 8 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í leik.

Á eftir Ægi Þór eru einnig taldir til leikmaður Keflavíkur Halldór Garðar Hermannsson, leikmaður Þórs Tómas Valur Þrastarson, leikmaður Hattar Adam Ægir Ásgeirsson og leikmaður Vals Frank Aron Booker. Þá er leikmaður Álftaness Dúi Þór Jónsson einnig nefndur, en hann er talinn fyrsti maður inn af bekk í þetta lið.

Umræðan um leikmennina hefst eftir klukkutíma og tuttugu og tvær mínútur í þættinum, en hana er hægt að hlusta á hér fyrir neðan.

Fréttir
- Auglýsing -