Selfoss hefur samið við Ebrima Jassey Demba fyrir yfirstandandi tímabil í fyrstu deild karla.
Ebrima Jassey Demba eða Ibu eins og hann er yfirleitt kallaður hefur gengið í okkar raðir. Ibu lék með Hamri í efstu deild fyrir áramót en á síðasta tímabili lék hann með Sindra í 1.deildinni. Ibu er spænskur og lék upp í yngri flokkana á Spáni. Hann kláraði háskólanám vestanhafs frá Minnesota Crookston skólanum.
Ibu hefur þegar hafið leik með Selfoss, en hann lék yfir 25 mínútur í tíu stiga tapi þeirra gegn ÍA nú um helgina.
