Næstur í röðinni í Skotklukkunni er leikmaður Njarðvíkur Elías Bjarki Pálsson. Elías hefur alla tíð leikið fyrir Njarðvík fyrir utan síðasta tímabil þegar hann var á mála hjá Hamri í fyrstu deildinni. Það sem af er tímabili hefur Elías staðið sig vel fyrir Njarðvík, skilað 9 stigum og 2 fráköstum að meðaltali í leik.
1. Nafn? Elías Bjarki
2. Aldur? Ég er 19 ára.
3. Hjúskaparstaða? Ég er á föstu.
4. Uppeldisfélag? Njarðvík
5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Uppáhalds atvik hlýtur að vera það þegar að við héldum okkur uppi i A-deild með U-20 landsliðinu.
6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Öruglega þegar að eg var að spila i drengjaflokki á móti Selfossi og eg gleymdi búningnum heima.
7. Efnilegasti leikmaður landsins? Að mínu mati Tómas Valur.
8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Það eru margir, en ætli maður verði ekki að gefa Loga Gunn og Hauki Helga þann titil.
9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Reyna að sofa sem mest dag fyrir leik og fæ mer alltaf hleðslu fyrir leik.
10. Uppáhalds tónlistarmaður? Sæsi
11. Uppáhalds drykkur? Vatn
12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Það hafa allir hjálpað mér mikið, en Benni og Frikki Ragnars eru þeir sem standa uppúr.
13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Daníel Ágúst
14. Í hvað skóm spilar þú? Ég spila í Giannis.
15. Uppáhalds staður á Íslandi? Njarðvík
16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Held með Miami Heat.
17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? MJ
18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Jón Arnór Stefánsson
19. Sturluð staðreynd um þig? Ég æfði einusinni ballet.
20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5 á 5.
21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Hita upp
22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Daníel Ágúst, Mikael Möller og Tómas Val.
23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Fylgist aðeins með fótboltanum.
24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Keflavík