Tindastóls menn mæta Álftnesingum í síkinu eftir langt jólafrí.
Gangur leiks
Fyrri hálfleikur var jafn en Álftanes var samt með yfirhöndina og stólarnir að elta mest allan fyri hálfleikinn, Ville Tahvanainen var að fá aðeins of mikið pláss fyrir utan þriggja stiga línuna og setti nokkra.
Álftnesingar byrjuðu síðan 3 leikhlutan betur og náðu smá foryrstu, en fyrir lok þriðja leikhluta áttu Stólarnir loka runnið og minnkuðu muninn í 2 stig fyrir átökin í fjórða leikhluta
Í fjórða leikhluta tóku síðan Garðbæingar yfir og bjuggu til góða foryrstu og Stólarnir náðu aldrei að komast aftur almennilega í leikinn, Stólarnir fóru síðan doltið í hero ball og það var lítið af flæði í sókninn. Lokatölur voru 68 – 80 Álftnesingum í vil.
Atkvæðamestir
Haukur Helgi var stigahæstur hjá gestunum með 22 stig, en Douglas Wilson var að mínu mati maður leiksins, hann endaði með 18 stig, 10 fráköst og 5 blokk.
Hjá Heimamönnum var enginn sem stóð upp úr stigaskorinu, Jacob Calloway sem var að spila sinn fyrsta leik og átti hann nokkur góð run og endaði með 13 stig og 6 fráköst.
Kjarninn
Álftnesingar spiluðu solid vörn allan leikinn og var sóknarleikur Stólana mjög stífur. Seint í fjórða leikhluta þegar Stólarnir voru komnir 10 stigum undir fóru þeir í hero ball að mínu mati og gerðu þar út um leikinn .
Tölfræði leiksins
Myndasafn ( Væntanlegt )
Viðtöl :
Hvað svo?
Gestirnir taka næst á móti Grindvíkingum og stefnir það í spennandi leik.
Stólarnir fara síðan til Keflavíkur og spila þar í áhugaverðum leik, spurning hvort Keflvíkingar verða með einhverja nyja leikmeinn í þeim leik. En það er ljóst að Stólarnir þurfa að laga eithvað fyrir hann leik.