spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHaukar lögðu Fjölni nokkuð örugglega í Dalhúsum

Haukar lögðu Fjölni nokkuð örugglega í Dalhúsum

Haukar lögðu heimakonur í Fjölni í kvöld í 5. umferð Subway deildar kvenna, 58-71. Eftir leikinn eru Haukar í 2.-3. sæti deildarinnar með 4 sigra líkt og Njarðvík á meðan að Fjölnir er í 5. sætinu með tvo sigra eftir fyrstu fimm umferðirnar.

Fyrsti leikhluti leiks kvöldsins var nokkuð jafn, en aðeins stigi munaði eftir fjórðunginn, 17-18. Undir lok fyrri hálfleiksins ná Haukar svo taki á leiknum og eru 16 stigum yfir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 29-45.

Haukakonur líta svo ekki til baka í seinni hálfleiknum. Eru 19 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 43-62 og sigra að lokum með 13 stigum, 58-71.

Atkvæðamest fyrir Hauka í leiknum var Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 19 stig á meðan að Simone Sill var með 10 stig og 13 fráköst fyrir Fjölni.

Bæði lið eiga leik næst komandi sunnudag 23. október. Þá taka Haukar á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á meðan að Fjölnir heimsækir Val.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Fjölnir FB)

Fréttir
- Auglýsing -