Fyrir leik Þórs og Stjörnunnar í 32 liða bikarúrslitum sem fram fór í íþróttahöllinni bjuggust flestir við auðveldum sigri gestanna sem og varð raunin á.
Þórsarar mættu með þunnskipaðan hóp í dag eða átta leikmenn. Eins og sést á lokatölunum 74:115 var Stjarnan of stór biti fyrir hið unga lið Þórs en þótt brekkan hafi verið brött var barátta Þórsara til fyrirmyndar.
Bikarmeistararnir hófu leikinn að krafti og fljótlega var staðan orðin 2:14 og þegar fyrsta leikhluta lauk var forskotið fjórtán stig 11:25.
Sama var uppi á tengingunum þar sem gestirnir juku við forskotið en þó veittu Þórsarar heldur meiri viðspyrnu. Stjarnan vann leikhlutann með fimm stigum 23:28 og höfðu því nítján stiga forskot í hálfleik 34:53.
Hjá Þór var Tarojae komin með 15 stig, Toni Cutuk 7 og Kolbeinn Fannar með 5 stig.
Hjá Stjörnunni var Friðrik Anton komin með 16 stig, Julius Jucikas 12 og Viktor Jónas 6.
Síðari hálfleikurinn spilaðist svipað og sá fyrri en þriðja leikhluta vann Stjarnan með 7 stigum og þann fjórða með 15 stigum og síðari hálfleikinn með tuttugu og tveim stigum.
Stjarnan fagnaði því öruggum fjörutíu og eins stigs mun 74:115 og eru þar með komnir í 16 liða úrslit en gamanið er búið hjá Þór.
Gangur leiks eftir leikhlutum 11:25 / 23:28 (34:53) 19:26 / 21:36 = 74:115
Bikarmeistararnir höfðu betur á öllum sviðum körfuboltans en t.a.m. settu þeir niður 20 þriggja stiga körfur en Þór aðeins fimm slíkar. Einnig höfðu gestirnir betur þegar kemur að fráköstum 48 gegn 33 Þórs. í stoðsendingum voru Þórsarar með 9 en gestirnir 36.
Framlag leikmanna Þórs: Tarojae Brake 28/5/0, Toni Cutuk 17/12/2, Kolbeinn Fannar 9/5/2, Smári Jónsson 9/2/2, Bergur Ingi 5/1/0, Hlynur Freyr 5/5/1 og Arngrímur Friðrik 1/0/1.
Tölfræði leikmanna Stjörnunnar: Friðrik Anton 22/10/3, Kristján Fannar 21/5/4, Julius Jucikas 18/5/2, Robert Eugene 12/4/9, Júlíus Orri 9/5/6, Tómas Þórður 9/8/3, Viktor Jónas 9/1/0, Arnþór Freyr 5/1/3 og Adam Kasper 5/4/6.
Umfjöllun, myndir, viðtal / Palli Jóh