Elvar Már Friðriksson og Rytas máttu þola tap í dag fyrir Jonava í LKL deildinni í Litháen, 71-78.
Rytas eru eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með þrjá sigra og tvö töp það sem af er tímabili.
Á rúmum 12 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 8 stigum, frákasti og stolnum bolta.
Næsti leikur Rytas í deildinni er þann 22. október gegn Lietkabelis.