spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaAftur heim í Njarðvík

Aftur heim í Njarðvík

Veigar Páll Alexandersson mun snúa heim úr háskólanámi í Bandaríkjunum og leika með Njarðvík það sem eftir er af tímabilinu.

Veigar var á mála hjá Chowan Hawks ytra, en þangað fór hann fyrir rúmu ári eftir að hafa leikið upp alla yngri flokka og með meistaraflokki Njarðvíkur. Þá lék hann einnig með öllum yngri landsliðum Íslands.

Síðast þegar Veigar lék með Njarðvík skilaði hann 8 stigum og 3 fráköstum að meðaltali í leik í Subway deildinni.

Fréttir
- Auglýsing -