Hrunamenn mættu galvaskir í Grafarvoginn í kvöld. Fyrir leikinn voru þeir í 10 sæti með tvo sigra og sjö töp.
Fjölnismenn voru hins vegar í öðru sæti deildarinnar með sjö sigra og höfðu tapað tveimur leikjunum áður en þeir lögðu Selfoss í síðustu umferð. Þeir voru því klárlega áfjáðir í að sækja sigur á ný.
Leikurinn fór fremur hægt af stað. Gestirnir áttu fyrstu stiginn en Fjölnir komst fljótlega yfir og leiddu mest 10 stigum og staðan 22-17 eftir fyrsta leikhluta.
Gestirnir byrjuðu síðan annan leikhluta af miklum krafti og voru komnir 4 stig yfir á fyrstu mínútunum og þá vöknuðu Fjölnismenn til lífsins á ný. Heimamenn tóku þá öll völd á vellinum og var Fernando þjálfari Hrunamanna mjög heitur og ósáttur við dómara leiksins sem leiddu til tveggja tæknivillna í beit og brottrekstri úr húsi. Þetta var síst það sem Hrunamenn þurftu á að halda á þessari stundu.
Fjölnir setti af stað sýningu í troðslum í öllum regnboganslitum og leiddu 59-42 í hálfleik.
Hrunamenn, þjálfaralausir, áttu fyrstu stig seinni hálfleiksins en stórskotahríð Fjölnis hélt áfram. Þrátt fyrir að hrósa megi Hrunamönnum fyrir að gefast aldrei upp og taka líka stjórn á bekknum sínum þá áttu þeir aldrei möguleika gegn kátum Fjölnismönnum sem héldu áfram að raða niður körfum. Vörn heimamanna var þó ekki sterk þannig að stigamunur varð minni en gangur leiksins gaf tilefni til. Allir 12 leikmenn Fjölnismanna tók þátt og allir settu stig á töfluna.
Lokatölur urðu 107-80