Lykilleikmaður 9. umferðar Subway deildar karla var leikmaður Vals Kristinn Pálsson.
Í nokkuð öruggum sigri Vals gegn Grindavík var Kristinn besti leikmaður vallarins. Á tæpum 35 mínútum spiluðum skilaði hann 28 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum, stolnum bolta og vörðu skoti. Þá var hann nokkuð skilvirkur í leiknum, með 79% skotnýtingu, aðeins einn tapaðan bolta og 30 framlagsstig fyrir frammistöðuna.
Lykilleikmenn
- umferð – Chaz Williams / Njarðvík
- umferð – Dominykas Milka / Njarðvík
- umferð – Ægir Þór Steinarsson / Stjarnan
- umferð – Osku Heinonen / Haukar
- umferð – Jordan Semple / Þór
- umferð – Kristinn Pálsson / Valur
- umferð – Chaz Williams / Njarðvík
- umferð – Sigurður Pétursson / Keflavík
- umferð – Kristinn Pálsson / Valur