spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaKristinn og Aris Leeuwarden á sigurbraut í BNXT deildinni

Kristinn og Aris Leeuwarden á sigurbraut í BNXT deildinni

Kristinn Pálsson og Aris Leeuwarden lögðu Donar Groningen í gærkvöldi í BNXT deildinni í Hollandi/Belgíu, 70-76.

Leikurinn var sá annar sem Aris leikur í deildarkeppninni, en fyrri leiknum tapaði liðið gegn Yoast United.

Á 23 mínútum spiluðum skilaði Kristinn 4 stigum, 2 fráköstum, 2 stoðsendingum og vörðu skoti.

Næsti leikur Aris er komandi laugardag 15. október gegn Heroes Den Bosch.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -