Hilmar Smári Henningsson og ísbirnirnir frá Bremerhaven máttu þola tap í dag gegn Giessen í Pro A deildinni í Þýskalandi, 90-97.
Á rúmum 12 mínútum spiluðum skilaði Hilmar Smári 11 stigum.
Það hefur lítið gegngið hjá Bremerhaven það sem af er tímabili, en þeir eru sem stendur einu sæti fyrir ofan fallsvæði deildarinnar, í því 13. með tvo sigra og sjö töp í deildinni.