Styrmir Snær Þrastarson og Belfius Mons máttu þola tveggja stiga tap gegn Liege í kvöld í BNXT deildinni í Hollandi/Belgíu, 66-68.
Á 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Styrmir Snær 12 stigum, 2 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta.
Eftir leikinn er Mons í 9. sæti belgíska hluta deildarinnar með einn sigur í fyrstu níu umferðum deildarinnar.