spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaTindastóll sigraði Aþenu í 1.deild kvenna - Umfjöllun, myndir og viðtöl

Tindastóll sigraði Aþenu í 1.deild kvenna – Umfjöllun, myndir og viðtöl

Tindastóls stúlkur tóku á móti Aþenu í hörku leik í kvöld, ekki er langt síðan þessi lið mættust síðast en þá rúllaði Aþena yfir Tindastóll.  

  

Gangur leiks

Stóla stelpur byrjuðu leikinn mun betur og náðu að byggja upp gott forskot og góða stemmingu í húsinu, en þegar leið á leikinn kom Aþena sér aftur í leikinn og var staðan í lok fyrsta leikhluta 18 – 16 fyrir heimamönnum 

Seinni leikhlutinn var mjög jafn og hraðinn minnkaði aðeins í leiknum, en samt mikil harka hjá báðum liðum, staðan í hálfleik var 34 – 33 

Þriðji leikhluti var meira af þvi sama, mikil harka og litið skorað báðum meginn 

Síðasti leikhlutinn var ansi fjörugur, mikil barátta og læti, meira seigja voru læti á milli stuðningsmanna Tindastólls og Brynjars. En Tindastóll vann að lokum leikinn, lokastaðan var 63 – 57 

  

  

Atkvæðamestar

Hjá heimastúlkunum var Ifunanya Okoro atkvæðamest með 21 stig, 13 fráköst og fjórar stoðsendingar

Hjá gestunum var Barbara Zieniewska með 23 stig, 16 fráköst og tvær stoðseningar.

  

Kjarninn

Þetta var mjög varnarsinnaður leikur hér í kvöld og lítið skorað, dómarnir voru duglegir að flauta í flautuna en hefðu samt getað flautað en meir, sem lýsir hörkunni hér í kvöld. Stólarnir byrjuðu leikinn frábærlega en síðan ef það áhlaup var leikurinn jafn allan tíma. Það var frábær stemming í síkinu í dag og er langt síðan það hefur myndast svona stemming á kvennaleik hér á Króknum sem er algjörlega frábært 

Viðtöl

Helgi Freyr þjálfari Tindastóls

Myndasería

Hvað svo?

Í næsta leik taka Stólastúlkur á móti KR sem eru efstar í deilidnni, en ef Stólarnir vinna þann leik verða þær búnar að jafna KR að stigum 

Aþenna tekur hins vegar á móti Ungmennaflokki Stjörnunar og er hægt að seigja að stuðulinn verður líklegast mjög lár á Aþenu í þeim leik 

Fréttir
- Auglýsing -