spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKeflavík lagði Grindavík örugglega í Smáranum

Keflavík lagði Grindavík örugglega í Smáranum

Keflavík lagði Grindavík nokkuð örugglega í Smáranum í kvöld í 8. umferð Subway deildar karla. Eftir leikinn er Keflavík í 2.-8. sæti deildarinnar með fimm sigra og þrjú töp á meðan að Grindavík er sæti neðar í 9. sætinu með fjóra sigra og fjögur töp.

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn í upphafi, þar sem Keflavík var þó skrefinu á undan eftir fyrsta leikhluta, 25-28. Í öðrum leikhlutanum nær Keflavík svo að læsa varnarlega á meðan næstum allt er ennþá ofaní hjá þeim á sóknarhelmingi vallarins og fara þeir með 22 stiga forskot til búningsherbergja í hálfleik, 35-57.

Heimamenn í Grindavík ná svo að halda í við Keflvíkinga í upphafi seinni hálfleiksins, en ná lítið að vinna á forskoti þeirra og er staðan sú sama fyrir lokaleikhlutann, Keflavík 22 stigum yfir, 64-86. Eftirleikurinn virtist svo nokkuð einfaldur fyrir Keflvíkinga sem að lokum vinna með 29 stigum, 82-111.

Atkvæðamestir fyrir Keflavík í leiknum voru Sigurður Pétursson með 26 stig, 4 fráköst og Remy Martin með 32 stig, 4 fráköst og 6 stoðsendingar. Fyrir Grindavík var það Deandre Kane sem dró vagninn með 23 stigum, 7 fráköstum og Dedrick Basile bætti við 18 stigum og 5 stoðsendingum.

Bæði lið eiga leik næst komandi fimmtudag 30. nóvember, en þá tekur Keflavík á móti Breiðablik í Blue höllinni á meðan að Grindavík mætir bikarmeisturum Vals í Origo höllinni.

Tölfræði leiks

Eftirfarandi viðtöl eru birt af rás Víkurfrétta

Fréttir
- Auglýsing -