Arnar nýr aðstoðarþjálfari landsliðs Danmerkur - Karfan
spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaArnar nýr aðstoðarþjálfari landsliðs Danmerkur

Arnar nýr aðstoðarþjálfari landsliðs Danmerkur

Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari danska landsliðsins.

Arnar mun verða aðstoðarþjálfari liðsins hjá nýjum aðalþjálfara þeirra Allan Foss, en þeir hafa unnið saman áður er Arnar aðstoðaði hann hjá liði Aabyhoj í dönsku úrvalsdeildinni. Þá ætti Arnar að vera öllum hnútum kunnugur í Danmörku, þar sem hann þjálfaði þar bæði sem aðstoðar og aðalþjálfari frá árinu 2009 til 2017.

Samkvæmt heimildum mun þetta nýja starf Arnars ekki hafa áhrif á störf hans fyrir Stjörnuna þar sem að landslið starfa innan ákveðinna tímaglugga þegar að deildir eru ekki í gangi.

Fréttir
- Auglýsing -