Styrmir Snær Þrastarson og félagar í Belfius Mons máttu þola tap í kvöld gegn Kortrijk í BNXT deildinni í Hollandi/Belgíu, 84-87.
Á 29 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Styrmir Snær 7 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum, stolnum bolta og vörðu skoti.
Eftir leikinn sem áður er Mons í neðsta sæti belgíska hluta deildarinnar, nú með einn sigur í fyrstu sjö umferðunum.