Íslenska landliðið mætir Tyrklandi kl. 18:30 í kvöld í Ólafssal í öðrum leik sínum í undankeppni EuroBasket 2025. Leikurinn er seinni leikur tveggja í þessum fyrsta glugga keppninnar, en síðasta fimmtudag tapaði liðið fyrir Rúmeníu í Constanta, 82-70. Aðgangur á leikinn verður ókeypis í boði Lykils, en Lykill hefur verið öflugur samstarfsaðili KKÍ í meira en 10 ár.
Ein breyting verður á hópi Íslands frá leiknum gegn Rúmeníu á fimmtudaginn. Samkvæmt tilkynningu sambandsins kemur Jana Falsdóttir inn í liðið fyrir Söru Líf Boama.
Lið Íslands í leiknum gegn Tyrklandi:
Nafn · Félag · Landsleikir
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík · 9
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur · 13
Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík · 10
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur · 19
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík · 14
Helena Sverrisdóttir · Haukar · 80
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Panserraikos Serres, Grikklandi · 13
Jana Falsdóttir · Njarðvík · Nýliði
Ísold Sævarsdóttir · Stjarnan · 1
Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík · 19
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar · 5
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar · 32
Þjálfari: Benedikt Rúnar Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil