Valur og Stjarnan eigast við í Origo Höllinni kl. 20:15 í kvöld í meisturum meistaranna, þar sem Stjarnan varð bikarmeistari á síðasta tímabili, en Valur hampaði Íslandsmeistaratitlinum.
Minningarsjóður Ölla fær allann ágóða af miðasölu. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um körfuknattleiksmanninn Örlyg Aron Sturluson sem var ekki lengi að stimpla sig inn sem mesta efni í sögu íslensks körfubolta eftir að hann hóf feril sinn með meistaraflokki Njarðvíkur árið 1997, þá einungis 16 ára gamall. Hann varð undir eins lykilmaður í liðinu sem varð Íslandsmeistari árið 1998, en sjóðurinn hóf starfsemi haustið 2013 og hefur það að markmiði að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna.
Hér má sjá meira um Minningarsjóð Ölla