spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Ísold var frábær í frumraun sinni með A landsliðinu "Pínu svekkjandi að...

Ísold var frábær í frumraun sinni með A landsliðinu “Pínu svekkjandi að við hefðum ekki náð að klára leikinn”

Rúmenía lagði Ísland í dag í Constanta í fyrsta leik liðsins í undankeppni EuroBasket 2025, 82-70. Leikurinn var fyrri tveggja í þessum fyrsta glugga keppninnar, en Ísland leikur heima gegn Tyrklandi komandi sunnudag í seinni leiknum.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Ísoldi Sævarsdóttur leikmann Íslands eftir leik í Constanta. Ísold var að leika sinn fyrsta leik fyrir Ísland í dag og skilaði heldur betur framlagi fyrir liðið, 9 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingu og 3 stolnum boltum á rúmum 20 mínútum spiluðum.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -