Landsliðsmaðurinn Kristinn Pálsson hefur yfirgefið herbúðir Aris Leeuwarden í BNXT deildinni. Staðfestir Kristinn þetta við Körfuna fyrr í dag.
Kristinn átti flottan vetur með Aris í BNXT deildinni á síðasta tímabili, skilaði 12 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik, en liðið endaði í 4. sæti deildarinnar og fór út í undanúrslitum úrslitakeppninnar.
Í samtali við Körfuna sagðist Kristinn ekki vera ákveðinn með hvert hann fari á næsta tímabili og að hann lokaði ekki á þá hugmynd að snúa aftur í Subway deildina.