Íslenska landsliðið leikur í dag sinn fyrsta leik í undankeppni EuroBasket 2025 gegn Rúmeníu í Constanta. Leikurinn er annar tveggja í þessum fyrsta glugga keppninnar, en sá seinni er komandi sunnudag 12. nóvember gegn Tyrklandi heima í Ólafssal.
Hérna er lið Íslands í glugganum
Karfan kom við á æfingu liðsins í gærkvöldi og spjallaði við Halldór Karl Þórsson aðstoðarþjálfara Íslands um leikina tvo, möguleika Íslands og hverskonar bolta megi búast við af rúmenska liðinu í dag.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil