Íslenska landsliðið leikur á morgun sinn fyrsta leik í undankeppni EuroBasket 2025 gegn Rúmeníu í Constanta. Leikurinn er annar tveggja í þessum fyrsta glugga keppninnar, en sá seinni er komandi sunnudag 12. nóvember gegn Tyrklandi heima í Ólafssal.
Hérna er lið Íslands í glugganum
Karfan kom við á æfingu hjá liðinu fyrr í dag og spjallaði við leikmann liðsins Thelmu Dís Ágústsdóttur um leikina tvo, hvaða möguleika Ísland á og hvernig það sé að vera komin aftur í liðið eftir háskólaferil í Bandaríkjunum þar sem hún gat ekki tekið þátt í verkefnum liðsins.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil